top of page

Ferlið okkar

 

Við vorum í smá tíma að finna hvaða verkefni við ættum að gera, það voru margar góðar hugmyndir sem við fengum en á endanum komumst við að þeirri niðurstöðu að gera um skemmtigarð í Vestmannaeyjum sem á að vera staðsettur á malarvellinum. Við vorum ekki lengi að velja rannsóknarspurningu en við fengum þó aðstoð frá Thelmu Gísladóttur til að orða spurninguna okkar og enduðum við á snilldar rannsóknarspurningu:

Hverjar eru hugmyndir ungu kynslóðarinnar hér í Eyjum um skemmtigarð í Vestmannaeyjum?

Við bjuggum til könnun á surveymonkey.com sem við sendum svo á um 90 ungmenni frá Vestmannaeyjum. Við lögðum svipaða könnun fyrir hjá ynstastigi og miðstigi hjá Grunnskólanum í Vestmannaeyjum og tókum einnig upp myndband.

 

Við bjuggum til líkan í réttum hlutföllum af skemmtigarðinum samkvæmt niðurstöðum úr könnununum. Við fengum aðstoð frá Óla smíðakennara og Frosta í FABLAB, líkanið varð mjög flott þó við segjum sjálfar frá.

​

Við bjuggum til flottar svuntur í stíl við þemað sem við vorum með og fengum við aðstoð frá Ástu handavinnukennara.

 

Við nefndum skemmtigarðinn okkar Klettheimar og hönnuðum  fagmannlegt vörumerki.


Við viljum þakka öllum sem aðstoðu okkur við verkefnið og erum við ævinlega þakklátar.

bottom of page